Deildarfundir KB

Stjórn KB hefur ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldin þriðjudaginn 13. mars n.k.

Deildarfundir eru að hefjast og er búið að ákveða þá fyrstu,

fyrir Álftanes-Hraun-og Borgarhreppsdeildir þá verður fundurinn í húsnæði KB að Egilsholti 1 fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20,00

fyrir Kolbeinsstaðahreppsdeild verður fundurinn í Félagsheimilinu Lindartungu mánudaginn 12. febrúar kl. 14.00

fyrir Þverárþingsdeild þ.e. Norðurárdal,  Stafholtstungur og Þverárhlíð verður fundurinn í Félagsheimilinu Þinghamri miðvikudaginn 21. febrúar og hefst kl. 20,30

fyrir Hvalfjarðardeild og Akranes verður fundurinn á Laxárbakka fimmtudaginn 22. febrúar og hefst kl. 20,30

fyrir Andakíl, Skorradal, Lundareykjadal, Hálsasveit, Hvítársíðu og Reykholtsdal verður fundurinn í Félagsheimilinu Brún þriðjudaginn 27. febrúar og hefst kl. 20,30

fyrir Borgarnesdeild verður fundurinn í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 1. mars kl. 20,00 með kjöri fulltrúa á aðalfund.

fyrir Breiðafjarðardeild verður fundurinn mánudaginn 5. mars kl. 20,30 að Neðri-Hundadal

Aðalfundur KB verður síðan haldin þriðjudaginn 13. mars kl. 20,30 að Hótel Borgarnesi.

Allir félagsmenn meiga mæta á fundinn og hafa málfrelsi og tillögurétt, en aðeins kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.