Deildarfundir KB 2019

Nú styttist í fyrstu deildarfundi Kaupfélagsins, þar sem kaupfélagsstjóri mun fara yfir rekstur ársins 2018, og fer yfir hvað hefur verið framkvæmt og hvert stefnir á árinu 2019.

Þá verða kosnir fulltrúar á aðalfund KB í vor þannig að nú er um að gera að mæta, hafa skoðanir á því sem gert hefur verið,  segja til um hvað ætti að gera og þannig hafa áhrif á stefnu KB til framtíðar.

Fundir sem búið er að ákveða eru þessi:

Kolbeinsstaðahreppsdeild, fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Lindartungu þriðjudaginn 26. febrúar n.k. kl. 14,00

Borgarhreppsdeild, fundurinn verður haldinn í húsakynnum KB að Egilsholti 1, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20,30.

Þverárþingsdeild, þ.e. Norðurárdalur, Stafholtstungur og Þverárhlíð, fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Þinghamri miðvikudaginn 13. mars kl. 20,30

Fyrir Hálsasveit-Hvítársíðu-Reykholtsdals-Lundareykjadals-og Andakíls og Skorradalsdeildir verða deildarfundir í Félagsheimilinu Logalandi, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 20,30

Breiðafjarðadeild, Fundurinn verður haldin mánudaginn 18. mars 2019 kl. 20,00 í Dalakoti, Búðardal.

Fyrir Álftanes-og Hraunhreppsdeildir, Fundurinn verður haldin í Félagsheimilinu Lyngbrekku miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 20,30

Fyrir Staðarsveit, Breiðuvíkur- og Eyja-og Miklaholtshreppsdeildir, fundurinn verður að Ölkeldu II, mánudaginn 25. mars 2019 kl. 20,30.

Fyrir Borgarnesdeild, fundurinn verður haldin í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 27. mars 2019 og hefst kl. 20,00

Hvalfjarðardeild, Fundurinn verður haldin fimmtudaginn 28. mars 2019, kl. 20,30 á Laxárbakka.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og ræða málin!