Framkvæmdir hafnar við Digranesgötu

Framkvæmdir við nýtt hús á Digranesgötu 4 við innkeyrsluna í Borgarnes hófust formlega föstudaginn 27. apríl með því að Guðrún Sigurjónsdóttir stjórnarformaður Kaupfélags Borgfirðinga tók fyrstu skóflustunguna.

Húsið sem þarna verður byggt er liðlega 1000 fermetrar.  Um teikningar sá Batteríð,  Sigurður Harðason arkitekt,  verkfræðihönnun var í höndum Verkís.  Aðalverktaki við verkið er Eiríkur J. Ingólfsson.  Um jarðvinnu sér Borgarverk.

Húsið verður límtréshús frá Límtré/Vírnet.  Áætluð verklok eru í mars 2019.

Á meðfylgjandi myndum má sjá fyrstu skóflustunguna hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur og á hinni má sjá Óskar Sigvaldason segja sínum manni til þegar gröftur fyrir undirstöðum var að komast á fullt.

 

Guðrún Sigurjónsdóttir tekur fyrstu skóflustungu.Óskar Sigvaldason með starfsmanni Borgarverks.