Frestun aðalfundar KB

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna farsóttarinnar, er aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga frestað um óákveðinn tíma. Verður fundurinn haldinn um leið og færi gefst. Viljum við, stjórn og kaupfélagsstjóri, hvetja félagsmenn til að kynna sér ársreikning félagsins hér á síðunni. Hægt er að panta viðtalstíma hjá kaupfélagsstjóra í síma 898-0034, ef spurningar varðandi ársreikning vakna.