Fréttir af aðalfundi KB

Aðalfundur félagsins var haldinn fimmtudaginn 11. apríl að Hótel Borgarnesi.

Mættir voru 57 fulltrúar deilda til fundarins, ásamt stjórn og starfsmönnum.

Guðrún Sigurjónsdóttir stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar, og Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri fór yfir reikninga félagsins og starfsemi fyrir liðið starfsár, sem og kynnti stöðu Borgarlands ehf sem er í eigu KB.

Georg Hermannsson, f.v. starfsmaður KB var heiðraður fyrir störf sín fyrir félagið.

Þetta var síðasti aðalfundur Guðsteins sem kaupfélagsstjóra og fékk hann 20 rósir fyrir þá 20 aðalfundi sem hann hefur verið á sem slíkur.

Stjórn félagsins var öll endurkjörin.

Hægt er að sækja ársreikning félagsins hér á vefin undir liðnum starfsemi.