Kaupfélagið stækkar

Kaflaskil urðu í gær þegar vinnuflokkur Kára Arnórssonar kláraði að reisa og klæða viðbygginguna við Egilsholt 1.

Næstu skref verða að setja hurðir í og steypa gólfplötu.  Áætlað er að hægt verði að taka þessa stækkun í gagnið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.