Nýr kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga svf

Guðsteinn Einarsson, núverandi kaupfélagsstjóri hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum í sumar, eftir rúmlega 20 ára starf hjá KB.

Í hans stað, hefur stjórn Kaupfélags Borgfirðinga ráðið Margréti Katrínu Guðnadóttur í starf kaupfélagsstjóra og mun hún taka við starfinu þann 1. júní n.k.

Margrét Katrín er fyrsta konan sem gegnir starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga svf., í þau 115 ár sem félagið hefur starfað.

Margrét Katrín er dýralæknir og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.  Hún hefur starfað sem verslunarstjóri hjá KB frá árinu 2007.   Eiginmaður hennar er Jón Arnar Sigurþórsson og eiga þau þrjú börn.

Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga þakkar Guðsteini fyrir gott og farsælt  samstarf á liðnum árum og  væntir góðs og árangursríks samstarfs við Margréti Katrínu á komandi árum til hagsbóta fyrir félagið og félagsmenn þess.

Borgarnesi, 8. mars 2019.

Guðrún Sigurjónsdóttir,

stjórnarformaður.