Starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga

Kaupfélag Borgfirðinga rekur eina verslunardeild, Búrekstrardeild. Þar eru til sölu ýmsar rekstrarvörur fyrir landbúnað og fl. Vöruval og starfsemin er að mestu sniðin af þörfum bænda á félagssvæðinu, þó einnig sé horft til þjónustu við aðra m.a. sumarbústaðaeigendur á félagssvæðinu.

Þá er KB þáttakandi í smásölumarkaði í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja í gegnum Samkaup, en KB á 13% hlut í Samkaupum en  KSK er stærsti eigandi með 52% hlut. Þessi samvinnufélög eru meirihluta eigendur Samkaupa.  Því má segja að Samkaup sé stærsta Samvinnuverslun á Íslandi.

Þá á félagið hluti í öðrum fyrirtækjum.  Þar má nefna Borgarland ehf (64%) og Fóðurblönduna hf (2%).
Önnur starfsemi er rekstur og útleiga á fasteignum í Borgarnesi og á Akranesi. 

Ársskýrslur Kaupfélags Borgfirðinga fyrir síðustu árin má nálgast með því að smella á viðkomandi tengla hér að neðan.