Almenn viðskiptakjör Kaupfélags Borgfirðinga svf
Frá og með 1. janúar 2007 eru almenn greiðslukjör viðskiptareikninga hjá Kaupfélagi Borgfirðinga svf úttektarmánuður + 20 dagar.
Sérstök greiðslukjör eru á áburði, plasti og öðrum sértilboðum.
Eftir eindaga áskilur félagið sér rétt til innheimtu dráttarvaxta og innheimtugjalds skv. gjaldskrá Momentum.
Vaxtakjör:
Sé reikningur ekki greiddur á eindaga sem er 20. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð, reiknast dráttarvextir eins og þeir eru auglýstir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands, frá og með gjalddaga.
Innheimtukostnaður:
Falli skuld í eindaga, áskilur Kaupfélag Borgfirðinga sér rétt til að senda innheimtubréf til ítrekunar á skuldinni.
Innheimtubréf hafa í för með sér kostnað sem skuldara ber að greiða og er skv. gjaldskrá Momentum greiðslu-og innheimtuþjónustu á hverjum tíma sjá heimasíðu Momentum
Ef innheimtubréfum er ekki sinnt eða ekki staðið við samninga um greiðslur, þá er viðskiptaskuldin send í áframhaldandi innheimtu hjá Momentum greiðslu-og innheimtuþjónustu.
Greiðsluseðlagjald:
Kaupfélag Borgfirðinga áskilur sér rétt til innheimtu gjalds af útsendum greiðsluseðlum. Seðlilgjald er nú kr. 275.-
Samningar:
Félagið hvetur viðskiptavini til þess að semja um skuldir sínar fyrir eindaga við félagið beint eða Momentum. Það lágmarkar kostnað og erfiðleika, beggja aðilja.
Borgarnesi, 19. desember 2014
Kaupfélag Borgfirðinga.