Kaupfélag Borgfirðinga
stofnað 1904

Gerast félagi í KB

Umsóknarform

 
Aðeins er hægt að móttaka umsóknir á félagssvæði KB, sjá lýsingu að neðan

Vísað verður inn á öruggt svæði Valitors

Félagsaðild

Allir sem eru orðnir fjárráða og búa á félagssvæði KB geta orðið félagar. Félagssvæðið er frá Hvalfjarðarbotni í suðri til og með Kjálkafirði að vestan. Félagsgjald er kr. 1.000,- sem varðveitist í stofnsjóði félagsins á nafni þínu. Stofnsjóður er séreignarsjóður. Við inngöngu skuldbindum við okkur lögum félagsins eins og þau eru eða verða á hverjum tíma. Félagið er samvinnufélag samkvæmt landslögum. Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess, fram yfir það sem nemur stofnsjóðseign hvers um sig. Sérhver félagsmaður hefur eitt atkvæði og er kjörgengur í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum félagsins.